Kvennaskólapíur

miðvikudagur, júní 15, 2005

Stórfrétt: Birkihlíð 2005

Hæ hó!!!

Helgina 15.-17. júlí verður haldin afmælis-/útihátíð ársins í Birkihlíð, Skriðdal...

og þér er boðið !!!

Birkihlíð er sveitabær í fallegu umhverfi og þar er sko gott að vera! Við stefnum að því að hafa kannski einhverja skemmtilega dagsskrá ef nógu margir láta sjá sig, t.d. langar okkur að hafa smá"Birkihlíðarleika" þar sem keppt verður í ýmsum skemmtilegum þrautum, auðvitað verður grillað á hverju kvöldi og kveiktur varðeldur á laugardeginum með alvöru gítarstemmningu (gítarleikarar hafa boðað komu sína), hægt er að skola af sér í frábærri sundlaug á Egilsstöðum og svo er hægt að fara í "fræðsluferð" upp á Kárahnjúka ef einhverjir hafa áhuga á því, ásamt ýmsu öðru.

Tjaldstæði er nóg!!! og við erum búin að panta gott veður þannig að það ætti að vera fínt að lúlla í tjaldi... allir taka því með sér tjald/svefnpoka/dýnu :)

Þeir sem ætla að koma endilega láta okkur vita svo við vitum ca. fjöldann, bara senda okkur ímeil (mallaros@gmail.com)

Kveðja,
Malla og Ari
stórbændahjú
Birkihlíð
Skriðdal
:)

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Tjútti tjútti tjútt!

Jæja stelpur, er ekki kominn tími á smá djamm??
Ég ætla alla vega að bjóða ykkur heim til mín laugardaginn 30. apríl, eftir rúmlega viku. Þessi dagsentning hentaði öllum sem voru í saumó seinast-vonandi hentar hún líka þeim sem komust ekki...
Ég var að pæla hvort við ættum að borða saman, panta það sama og seinast eða grilla...... Endilega komið með hugmyndir!!!
Kveðja
Eygló

mánudagur, febrúar 14, 2005

Gleðilegan mánudag!

takk fyrir síðast skvísur!! þetta var nú alveg þræl velheppnað og gaman að hitta (næstum) alla meðlimi fokking ennþonn svona saman!! líka mjög gaman að sjá jón stefán opna sig eins og blóm að vori! shit hvað það var fyndið að fylgjast með honum kallinum, hann átti virkilega erfitt með að standa á fótunum þarna undir lokin! hahahaha

en ég er búin að reikna hvað það er á mann fyrir bolluna. ég lagði út fyrir því þannig að þið leggið bara inn á mig

reikningsnúmer: 1152-05-403931
kennitala: 160781-7189
1250 kr.

og þær sem voru með, voru: malla, ragga, stella, eygló, sirrý, eva og edda

kveðja, malla

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

jæja skvísur það er aðeins breytt verð á matnum hjá okkur þar sem ég fór aðeins að skipta mér af :s

en við ætlum að fá mat frá thai matstofu frekar en nings. við verðum 7 í matnum og þá held ég að það sé nóg að hafa bara 5 rétti, þar sem hver réttur er frekar stór! þarna kosta réttirnir um 900 kall hver og þá eru þetta u.þ.b. 650 kr sem þarf að leggja inn á eygló! sko það er meira að segja ódýrara, híhí

en ég legg til að við fáum allavega núðlur í sojasósu með kjúkling og grænmeti og kjúkling með cashew hnetum og svo velur eygló einhverja aðra 3 rétti

endilega koma með tillögur í komment ef þið hafið séróskir

kv. malla

Hæhó!

Jæja í sambandi við matinn á morgun... Ég hringdi á nings og við getum fengið fínt tilboð með allskonar réttum, það kostar aðeins 970kr á mann. Það væri gott ef þið gætuð lagt inn á mig sem fyrst og svo pikka ég þetta upp áður en ég kem til Röggu. Reikningsnúmerið mitt er 0319-26-080283, kt:030381-3789.
Okidóki
KV. Eygló

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hæhó!!

sælar skvísur!! takk fyrir síðast :) alltaf gaman að hitta ykkur og kjafta, og mjög fyndið að skoða gamlar myndir og sjá hvað maður var nú hræðilega lítill og fyndin!! já þetta voru góðir tímar... djók! ætla ekki alveg að missa mig í nostalgíunni hérna!!

en eins og eygló sagði þá þurfum við endilega að virkja þetta blessaða blogg okkar betur! koma svo stella og bergþóra og þær sem enn hafa ekki skráð sig hérna inn!!!
og þar sem við erum nú orðnar svona gamlar og flestar farnar að búa (nema ég auðvitað :( - snökt snökt!!!!!!) þá mega þær sem luma á góðum uppskriftum endilega setja þær hérna inn! eins og kjúllarétturinn sem inga eldaði heima hjá sér! sú uppskrift má alveg detta hérna inn :)

annars hlakka ég mjög til partýsins okkar góða !! var það ekki ákveðið í gær að við ætluðum að hafa sangria bollu? mmm nammi! en eins og mig minnti þá var ég búin að heyra þessa dagssetningu einhvern tímann í gær - ari sagði mér að hann er að fara í sumarbústað þessa helgi með einhverjum strákum (mér ekki boðið með sko - alveg lamað) þannig að hann kemst líklega ekki - en það sem skiptir máli er að við allar komumst!! vúúhúú!!

en sirrý á að krydda kjullabringurnar e-ð áður en maður veltir þeim upp úr tortilla flögum og steikir þær? ég er sko að fara að gera þennan rétt, hann hljómar of girnilega!!

jæja farin að vinna

over and out
malla

mánudagur, janúar 24, 2005

Saumó í kvöld

Endilega komið með kvennómyndir með í kvöld :)

mánudagur, janúar 17, 2005

Saumó

Gleðilegt nýtt ár allar saman!
Er ekki kominn tími til að við hittumst aftur eftir góða pásu?
Ég var að hugsa um að hafa saumó hjá mér næsta mánudag eftir viku.... sem er 24. janúar.
Endilega sendið mér sms, mail eða einfaldlega skrifið í bloggið hvort þið komist eða ekki.
Okidók, vona að flestir geti komið: )
Kveðja,
Eygló