Kvennaskólapíur

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hæhó!!

sælar skvísur!! takk fyrir síðast :) alltaf gaman að hitta ykkur og kjafta, og mjög fyndið að skoða gamlar myndir og sjá hvað maður var nú hræðilega lítill og fyndin!! já þetta voru góðir tímar... djók! ætla ekki alveg að missa mig í nostalgíunni hérna!!

en eins og eygló sagði þá þurfum við endilega að virkja þetta blessaða blogg okkar betur! koma svo stella og bergþóra og þær sem enn hafa ekki skráð sig hérna inn!!!
og þar sem við erum nú orðnar svona gamlar og flestar farnar að búa (nema ég auðvitað :( - snökt snökt!!!!!!) þá mega þær sem luma á góðum uppskriftum endilega setja þær hérna inn! eins og kjúllarétturinn sem inga eldaði heima hjá sér! sú uppskrift má alveg detta hérna inn :)

annars hlakka ég mjög til partýsins okkar góða !! var það ekki ákveðið í gær að við ætluðum að hafa sangria bollu? mmm nammi! en eins og mig minnti þá var ég búin að heyra þessa dagssetningu einhvern tímann í gær - ari sagði mér að hann er að fara í sumarbústað þessa helgi með einhverjum strákum (mér ekki boðið með sko - alveg lamað) þannig að hann kemst líklega ekki - en það sem skiptir máli er að við allar komumst!! vúúhúú!!

en sirrý á að krydda kjullabringurnar e-ð áður en maður veltir þeim upp úr tortilla flögum og steikir þær? ég er sko að fara að gera þennan rétt, hann hljómar of girnilega!!

jæja farin að vinna

over and out
malla

mánudagur, janúar 24, 2005

Saumó í kvöld

Endilega komið með kvennómyndir með í kvöld :)

mánudagur, janúar 17, 2005

Saumó

Gleðilegt nýtt ár allar saman!
Er ekki kominn tími til að við hittumst aftur eftir góða pásu?
Ég var að hugsa um að hafa saumó hjá mér næsta mánudag eftir viku.... sem er 24. janúar.
Endilega sendið mér sms, mail eða einfaldlega skrifið í bloggið hvort þið komist eða ekki.
Okidók, vona að flestir geti komið: )
Kveðja,
Eygló